Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Frá fábjána yfir í flón þaðan yfir í fávísan og svo í illa upplýstan. Og það á einum degi.

Opið bréf til Þráins Bertelssonar.

 

Ertu búinn að tapa þér, Þráinn Bertelsson? Að halda því fram að menn séu fábjánar fyrir það eitt að vera ekki sömu skoðunar eru einræðistilburðir. Viltu ekki taka af lífi alla þá sem eru ekki sömu skoðanar og þú? Þú heldur því fram að þessi  5% sem að þú telur að séu fábjánar eigi að hafa full mannréttindi en segir „að það sé umhugsunarefni þegar fjölmiðlar kjósa að halda fram heimskulegum og forneskjulegum öfgaskoðunum og draga að þeim hámarksathygli.“  Á sum sé að gera hærra undir þínum skoðunum þar sem þær séu réttari en hjá okkur fábjánunum?  Er þín skoðun betri en mín þar sem þú ert betur menntaður en ég? Eru Listamannalaun besta fjárfestingin í þessu árferði? Hvað gæti mæðrastyrksnefnd keypt margar matarkörfur fyrir þessar 500 milljónir? Gæti heilbrigðiskerfið notað þessa peninga? Og þú segir svo „Það er auðvelt að æsa fábjánana upp, en það finnst mér vera ljótur leikur. Við eigum að taka þá í fangið og faðma þá að okkur og kaffæra þá í kærleika. Við skulum lyfta þeim upp á okkar menningarstig umhyggju og mannúðar en ekki láta þá draga okkur niður á sitt stig fáfræði, fordóma, grimmdar og miskunnarleysis.“  Það sem þú sagðir í viðtalinu var fordómafullt, grimmt og miskunnarlaust. Fáfróður fábjáni er ég máske en ég er ekki með fordóma gagnvart fólki sem kláraði ekki skóla á hæsta stigi, grimmur eða miskunnarlaus. Of ef það er það sem þarf að gera til að komast á „menningarstig umhyggju og mannúðar“ þá kýs ég að vera fáfróður fábjáni, flón, fávís eða illa upplýstur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband